Fyrsta vika ársins
| 09. janúar 2011
Fyrsta vika ársins fór vel af stað í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík og það var virkilega gaman að hitta nemendur og starfsfólk að loknu jólafríi og ágætt að komast í rútínuna aftur. Vikan endaði reyndar með því að skólastarfið féll niður á föstudaginn vegna aftakaveðurs og rafmagnsleysis sem gekk yfir norðanvert landið. Við vonumst nú til þess að það gerist ekki aftur á næstunni en hvetjum foreldra til þess að hlusta á tilkynningar í morgunútvarpi Rásar2 eða fréttatíma útvarpsins, athuga á vef skólans, síðu Strandabyggðar á Facebook eða hafa samband við okkur símleiðis ef að aðstæður eru þannig að vafi liggur á um hvort að það sé skóli eða ekki.
Nýárskveðjur,
Hildur og Bjarni Ómar.
Nýárskveðjur,
Hildur og Bjarni Ómar.