A A A

Valmynd

Fyrsta vika skólaársins gekk vel.

| 27. ágúst 2010
Nú er að ljúka fyrstu viku skólastarfsins á þessu fallega hausti. Flestir þættir eru komnir vel af stað og skólastarfið að komast í fastar skorður. Það var mjög ánægjulegt að sjá nemendur okkar aftur sem koma inn, full af áhuga, krafti og lífsgleði. Við söknuðum unglinganna okkar en þau vantar enn í skólann þar sem þau eru í Danmörku og koma heim á laugardagskvöld. Við höfum heyrt frá þeim og hefur ferðin gengið mjög vel fram að þessu. Hápunktur ferðarinnar fyrir marga er í kvöld þegar Tívólíð í Kaupmannahöfn verður heimsótt.


Mötuneytið, heimanámið og Skólaskólið er komið af stað. Café Riis sér um eldun og framreiðslu í mötuneyti, Vala og Inga Emils sjá um heimanámið og Óskaþrifsdömur halda áfram með Skólaskjólið en þær koma til okkar kl. 13 og aðstoða í heimanáminu fyrsta klukkutímann. September-matseðilinn frá Café Riis má sjá hér til vinstri.

Tónskólinn mun hefjast á fullu í næstu viku. Tónlistarkennarar hafa verið að setja saman stundaskrár sínar í samráði við umsjónarkennara og aðra sem þurfa að koma að skipulaginu. Það er að mörgu að huga í þessum efnum og hafa starfsmenn leitast við að hafa samráð til þess að láta tónlistartímana rekast sem minnst á önnur mikilvæg verkefni nemenda eða raska kennslu og námi. Næsta vika fer að einhverju leyti í að aðlaga starfsemi Tónskólans að starfinu í Grunnskólanum. Tónlistarkennarar hitta nemendur sína og dreifa miðum heim sem sýna hvenær tónlistartímarnir eru.

 

Stuðningskerfið og sérkennslan hefur fengið mikla athygli okkar stjórnenda núna í upphafi. Þetta er málaflokkur sem hefur verið í þróun undanfarin ár og er sífellt að styrkjast. Í samráði við þá aðila sem koma að sérkennslunni núna er verið að endurskipuleggja og treysta þjónustuna enn frekar með hagsmuni nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi. Segja má að til sé að verða sérkennsluteymi sem er samhuga um að bæta þjónustuna og tryggja gæði hennar enn frekar.

Heimasíðan okkar er að byggjast upp og taka á sig mynd. Hún er þó enn í vinnslu og eru allar ábendingar og athugasemdir vel þegnar.

 
Við minnum nemendur og foreldra sem eiga eftir að skila inn eyðublöðum að gera það við fyrsta tækifæri.

Góðar kveðjur,
Bjarni Ómar og Hildur.            


 

           

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir