A A A

Valmynd

Góđ heimsókn og Menntaţing á Ströndum

| 14. janúar 2012
Margrét Pála Ólafsdóttir
Margrét Pála Ólafsdóttir

Á fimmtudaginn heimsótti Margrét Pála Ólafsdóttir starfsmannahóp Grunn- og Tónskólans. Margrét Pála er leikskólakennari að mennt en hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands árið 1981, lauk framhaldsnámi í stjórnun frá sama skóla árið 1996 og árið 2000 lauk hún meistaragráðu í uppeldis og menntafræði frá Kennaraháskóla Íslands. Margrét Pála stofnaði árið 2000 fyrirtækið Hjallastefnuna ehf. sem rekur nú 12 leik- og grunnskóla á grunni þjónustusamninga við sveitarfélög. Margrét Pála hlaut árið 1997 Jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs og ráðherra jafnréttismála fyrir Hjallastefnunna og hefur síðan hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frumkvöðlastarf sitt í skólamálum. Margrét Pála náði vel til starfsmanna og var sem vítamínsprauta inn í starfið. Síðar þann dag flutti Margrét Pála erindi á Menntaþingi á Ströndum sem fram fór í Félagsheimilinu á Hólmavík.

 

Þar tilkynnti menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir að farið yrði í að gera fýsileikakönnun vegna stofnunar framhaldsdeildar á Hólmavík. Er það mikið fagnaðarefni þar sem um hagsmunamál er að ræða fyrir sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppi. Er framhaldsdeild á Hólmavík meðal 7 verkefna í sóknaráætlun Vestfjarða árið 2012. Á þinginu kom fram að sveitarfélagið Strandabyggð er að ljúka við endurbætur á neðstu hæðinni á Þróunarsetrinu þar sem framhaldsdeild getur hafið starfsemi sína.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir