A A A

Valmynd

Góđir gestir frá Skelinni

| 05. desember 2011
Gestir í Skelinni, lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu, hafa heiðrað okkur með heimsóknum í skólann í nóvember. Kolbeinn Proppé sagnfærðingur kom til okkar og flutti erindi um húmor fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og sýndi okkur hvernig húmorinn hefur fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar. Þá kom til okkar Haraldur Auðunsson eðlisfræðingur og Sigurborg A. Guttormsdóttir kona hans gerði tilraun með nemendum 10. bekkjar. Haraldur fræddi nemendur um hvernig rafstraumur veldur segulsviði og bjó til rafmótóra með þeim sem þau síðan tóku með heim til að sýna. Haraldur var kennari hér á Hólmavík á árunum 1976-1977 og sýndi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík skemmtilega svart-hvíta ljósmyndasýningu með mannlífsmyndum frá þeim tíma. Við þökkum Þjóðfræðistofu fyrir þetta skemmtilega og gefandi samstarf sem sannarlega hefur góð áhrif á skólastarfið. Hér má sjá myndir frá heimsókn Haraldar og Sigurborgar.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir