A A A

Valmynd

Gógó-píurnar á Aldrei fór ég suđur!

| 30. mars 2012
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Í gær var gefinn út endanlegur listi yfir þær hljómsveitir sem koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskahelgina. Í fyrsta skipti eiga Strandamenn hljómsveit á rokklistanum, en það eru Gógó-píurnar sem hafa gert það gott undanfarið, m.a. hitað upp fyrir Retro Stefson, unnið SamVest í Súðavík og lentu í þriðja sæti á Söngkeppni Samfés í marsbyrjun. Þau munu koma fram á föstudeginum, fyrst ein og sér og síðan munu þau koma fram ásamt hljómsveitinni Cutaways sem er skipuð ungum strákum úr Súðavík sem einnig kepptu í Söngkeppni Samfés. Það er því rík ástæða fyrir Strandamenn til að renna vestur á Ísafjörð föstudaginn langa og hlýða á fagran söng okkar fólks.


Aldrei fór ég suður er nú haldin í níunda skipti og hefur hátíðin sjaldan verið veglegri. Sjá má lista yfir hljómsveitir sem koma fram með því að smella hér.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir