A A A

Valmynd

Göngum í skólann 3.-10. október

| 02. október 2012

Hið árlega verkefni Göngum í skólann er haldið í sjötta sinn hér á landi. Eins og undanfarin tvö ár ætlar Grunnskólinn á Hólmavík að taka þátt í verkefninu frá miðvikudeginum 3. október til miðvikudagsins 10. október. Í þetta sinn verður fyrirkomulagið þannig að í stað keppni á milli bekkja verður horft á persónulegan árangur hvers og eins. Nemendur skrá hvort þau hafa gengið og hvað mikið. Í lokin fá þeir þátttakendur viðurkenningu sem hafa staðið sig sérstaklega vel á lokahófi sem haldið er síðasta daginn ásamt sameiginlegri gönguferð. Við vonum að sem flestir taki þátt og að foreldrar hvetji börnin sín til að nota hjólin sín eða ganga ef það er mögulegt. Markmiðið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir