A A A

Valmynd

Grunnskólinn á Hólmavík - lausar stöđur tónlistarkennara

| 28. júlí 2014

Við Grunn- og tónskólann á Hólmavík eru lausar stöður tónlistarkennara skólaárið 2014-2015

 

Meðal kennslugreina við tónskólann er píanó, blásturshljóðfæri, gítar, bassagítar og söngur. Einnig kennsla í forskólahópi.

 

Um er að ræða kennslu á grunn- og miðstigi. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í

mannlegum samskiptum. Starfið er fjölþætt, færni á fleiri en eitt hljóðfæri er mikilvægur eiginleiki og reynsla af tónlistarkennslu er æskileg. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ.

 

Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2014.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri í síma 6963196, netfang skolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík.

 

Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 70 nemendum í 1.–10. bekk þar sem lögð er áhersla

á einstaklingsmiðað nám og samvinnu. Skólinn er Grænfánaskóli og er áhersla lögð á umhverfismennt og útinám.

Við skólann starfar 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð ungmenna hefur aðstöðu í skólanum.

 

Í Strandabyggð búa tæplega 520 manns þar af 380 manns í þéttbýliskjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta,

góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og náttúrufegurð mikil. Hólmavík er í einungis 233 km fjarlægð frá Reykjavík, sem er um 3 tíma akstur.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir