Grunnskólinn á Hólmavík flaggar Grćnfánanum í annađ sinn
| 04. desember 2012
Í tilefni þess að Grunnskólinn á Hólmavík fær Grænfánann í annað sinn verður samverustund utandyra við skólann miðvikudaginn 5. desember kl. 13:00 þar sem fulltrúi Landverndar kemur og færir okkur nýjan fána og við gerum okkur glaðan dag.
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Grunnskólinn á Hólmavík hefur verið í Grænfánaverkefninu síðan haustið 2007 og flaggaði sínum fyrsta fána vorið 2010 til tveggja ára en fær nú endurnýjun á þeirri viðurkenningu vegna árangursríks starfs sl. tvö ár. Allir velunnarar skólans eru velkomnir til að samgleðjast með okkur.
Hér má lesa ræðu 5. -7. bekkjar sem haldin var við afhendinguna