A A A

Valmynd

Grunnskólinn á Hólmavík í Lífshlaupinu.

| 02. febrúar 2011


Inn á vef Lífshlaupsins er hægt að velja um þrjár leiðir.

  • Ef þú ert 16 ára og eldri getur þú tekið þátt í vinnustaðakeppni.
  • Ef þú ert 15 ára og yngri getur þú tekið þátt í hvatningarverkefni fyrir grunnskóla.
  • Allir geta tekið þátt í einstaklingskeppni þar sem þátttakendur geta skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið. 
  • Þú getur fylgst með fjölda þátttakenda, fjölda liða og með þeim árangri sem þátttakendur ná í hverju sveitarfélagi fyrir sig með því að smella á Staðan vinstra megin á síðu Lífshlaupsins.

     

    Skrá má alla hreyfingu niður en hún þarf að ná minnst 30 mínútum samtals hjá fullorðnum og minnst 60 mínútur samtals hjá börnum og unglingum til að fá dag skráðan. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn. Lífshlaupsárið nær frá upphafsdegi Lífshlaupsins ár hvert að upphafsdegi Lífshlaupsins árið á eftir. Á hverju Lífshlaupsári geta þátttakendur unnið sér inn viðurkenningar í einstaklingskeppninni eftir að þeir ná ákveðnum fjölda daga í hreyfingu, brons (42 dagar), silfur (84 dagar), gull (252 dagar) eða platínumerki (335). Í hvatningarleiknum eru grunnskólanemendur hvattir til þess að ná að hreyfa sig alla daga meðan á leiknum stendur í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu. Í vinnustaðakeppninni er hugmyndafræðin þ.e. flokkaskipting og útreikningar þeir sömu og eru í fyrirtækjakeppninni Hjólað í vinnuna. Þar sem fjöldi þátttakenda er deilt með heildarfjölda starfsmanna á vinnustaðnum, nema nú er keppt um fjölda daga og mínútna.

    Bekkjavefir

    Atburđadagatal

    « Desember 2024 »
    S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5 6 7
    8 9 10 11 12 13 14
    15 16 17 18 19 20 21
    22 23 24 25 26 27 28
    29 30 31        

    Nćstu atburđir