A A A

Valmynd

Gullskórinn afhentur á forvarnardaginn

| 07. október 2011
Gullskórinn frćgi, hönnuđur Ingibjörg Emilsdóttir.
Gullskórinn frćgi, hönnuđur Ingibjörg Emilsdóttir.

Það var líf og fjör í skólanum okkar á forvarnardaginn þann 5. október sl. en dagurinn er haldinn árlega undir yfirskriftinni ,,taktu þátt" og er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Arnar Jónsson tómstundafulltrúi kom og vann verkefni með nemendum í 9. bekk til þess að fá fram sjónarmið þeirra um hin og þessi mál. Um kvöldið hélt Logi Geirsson handboltakappi fyrirlesturinn "Það fæðist enginn atvinnumaður" í Félagsheimilinu. Þann sama dag hlupu nemendur okkar í norræna skólahlaupinu á alþjóðlega ,,Göngum í skólann deginum" sem var haldinn hátíðlegur víða um heim. Um leið lauk formlega verkefninu ,,Göngum í skólann" hér á landi og hjá okkur en nemendur okkar hafa gengið í skólann síðastliðinn mánuð og safna laufblöðum á trén sín til að keppast um verlaunagripinn gullskóinn.

 

Að sögn Ingibjargar Emilsdóttur verkefnisstjóra grænfánaverkefnisins hefur verkefnið gengið einkar vel, meira að segja það vel að það var ekki hægt að gera upp á milli bekkja sem endaði með því að allir nemendur skólans hlutu gullskóinn í viðurkenningarskyni fyrir frábæra þátttöku í verkefninu. Ingibjörg er hönnuður og gefandi gullskósins sem skipar ákveðinn sess í hjarta hennar. Hér má lesa söguna af gullskónum: http://www.strandabyggd.is/ymsar_skrar/skra/289/

 

Á forvarnardaginn gæddu nemendur sér á niðurskornu grænmeti og ávöxtum sem Kaupfélag Steingrimsfjarðar gaf okkur og vatni í sjómannsbrúsa frá Arion banka. Við erum afar stolt af fólkinu okkar og þakklát KSH og Arion banka fyrir hvatninguna.

 

Til hamingju allir með frábæran forvarnardag! Myndir hér: http://www.strandabyggd.is/grunnskolinn_myndasida/100/

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir