A A A

Valmynd

Háskólalestin

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 20. maí 2021


Háskólalestin heimsækir Strandabyggð dagana 20. og 21. maí og verður með námskeið fyrir grunnskólanemendur og -kennara á svæðinu.

Áhersla  er á að vekja áhuga ungs fólks á vísindinum og tækni af ýmsu tagi í gegnum fjölbreytt námskeið sem snerta bæði suma af stærstu og smæstu hlutum heimsins. Námskeiðin eru ætluð nemendum í eldri bekkjum grunnskóla og kennsla er í höndum kennara og nemenda við Háskóla Íslands, sem flestir eru líka leiðbeinendur í Vísindasmiðju HÍ og Háskóla unga fólksins. 

Háskólalestin, sem fagnar nú tíu ára afmæli og hefur heimsótt hátt í 40 bæjarfélög um allt land á starfstíma sínum, heimsækir nú Strandabyggð í annað sinn.

Fimmtudaginn 20. maí verður kennurum í Grunnskólanum í Hólmavík, Grunnskóla Drangsness og Reykhólaskóla boðið upp á fjölbreyttar smiðjur með áherslu á verklega fræðslu og tilraunir.

Föstudaginn 21. maí er svo komið að nemendum í 5.-10. bekk í áðurnefndum skólum. Þeir geta valið á milli sex námskeiða sem snerta allt frá leyndardómum erfðaefnis og vatns til tækjaforritunar, stjörnufræði, umhverfisfræði og vindmylla. Háskólalestin er að sjálfsögðu með puttann a púlsinum og býður nú í fyrsta sinn upp á sérstakt námskeið í eldfjallafræði þar sem nemendur fá meðal annars að rýna í glænýja hraunmola úr gosinu í Geldingadölum.

Dagskráin sem eins og sjá má er afar spennandi verður í gangi frá klukkan 9:00 - 14:00 þennan dag.
  

Í ljósi samfélagsástandsins er mikil áhersla lögð á sóttvarnir í starfi lestarinnar. Þannig liggur hluti hefðbundinnar dagskrár, svokölluð Vísindaveisla sem alla jafna er haldin í samkomuhúsi hvers áfangastaðar, niðri en þeim mun meiri metnaður verður lagður í námskeið í grunnskólum bæjanna sem sóttir verða heim. 

 

Hægt er að fylgjast með ferðum lestarinnar á vefsíðu hennar og Facebook-síðu.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir