A A A

Valmynd

Heimsókn forsetahjónanna

| 24. mars 2014
Forsetahjónin heimsóttu nemendur og starfsfólk Grunn- og Tónskólans í dag. Fulltrúar nemenda þau Sigfús, Eyrún, Sunneva og Róbert Fannar, öll nemendur i 10. bekk, tóku á móti forsetahjónunum og fylgdarliði. Þeim var vísað inn í nýja salinn okkar sem var vígður við þetta tilefni. Forsetinn ávarpaði nemendur og sagði þeim m.a. frá uppvexti sínum á Vestfjörðum og tilefni þess að þau hjónin væru á ferð í Strandabyggð. Íris Björg Guðbjartsdóttir kennari afhenti forsetahjónunum gjöf frá skólanum, geisladiskinn Mjúkar hendur sem inniheldur m.a. lög og texta eftir hana sjálfa.
Forsetinn bauð nemendum að koma með spurningar sem ekki stóð á. Forsetinn svaraði greiðlega spurningum eins og "Hvernig kynnust þið Dorrit?" "Eigið þið kindur?" "Númer hvað notar þú af skóm?" "Hvaða tegund er hundurinn þinn?" "Hvar kaupir þú fötin þín Dorrit?" "Áttu önnur föt?" Forsetahjónin svöruðu öllum spurningum greiðlega og upplýsti Ólafur að Dorrit verslaði gjarnan á útsölum og Dorrit upplýsti nemendur um að Ólafur svæfi gjarnan í jakkafötunum. 
Að loknum skemmtilegum fyrirspurnartíma leiddu fulltrúar nemenda forsetahjónin og fylgdarlið í gegnum skólann og upplýstu þau um starfið og svöruðu spurningum.
Í lokinn þótti við hæfi að taka myndir af forsetahjónunum með þessum flottu fulltrúum nemenda. 

Meðfylgjandi myndir tók Jón Jónsson

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir