A A A

Valmynd

Heimsóknir frá gestum Skeljarinnar

| 19. október 2011
Skelin - lista og frćđimannadvöl Ţjóđfrćđistofu.
Skelin - lista og frćđimannadvöl Ţjóđfrćđistofu.
Við höfum verið svo heppin að hafa fengið til okkar góða gesti og listamenn að undanförnu. Það eru gestir sem hafa dvalið í Skelinni sem er lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu.

Fyrst kom til okkar myndlistarkonan Bjargey Ólafsdóttir sem m.a. teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á síðasta ári. Hún sýndi okkur ljósmyndir af verkum sínum og tvær stuttmyndir sem hún hefur unnið. Verkið með ísbjörninn var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Það má lesa meira um verkefnið hér.

Þá komu til okkar Danirnir Brian og Björn sem heimsóttu nemendur 7. og 8. bekkjar í dönsku og spjölluðu við þau um heima og geima á danskri tungu. Nemendur voru búnir að útbúa spurningar fyrir þá á dönsku og voru ánægðir með heimsóknina. Það er m.a. hægt að skoða verk Brians Berg ljósmyndara hér.

Í dag kom svo myndlistarkonan Berit Lindfeldt sem heimsótti nemendur sem voru í listgreinum og myndlistarvali. Berit kynnti verk sín, skúlptúr, hugmyndafræði og hvernig hún notar listina sem tjáningarform. Hægt er að fræðast um Berit og verk hennar hér.

Við þökkum Skelinni og starfinu þar fyrir tækifærið til þess að kynnast þessum listamönnum.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2024 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nćstu atburđir