A A A

Valmynd

Hollt og gott nesti - lykill ađ vellíđan nemenda

| 23. janúar 2012
Gómsćtir og girnilegir ávextir eru tilvaldir í nesti!
Gómsćtir og girnilegir ávextir eru tilvaldir í nesti!

Vitað er að holl næring skiptir miklu máli fyrir árangur og vellíðan barna og ungmenna í leik og starfi. Mörg börn hafa lítinn tíma til að borða á morgnana áður en þau fara í skólann, eða eru jafnvel lystarlaus og koma engu niður. Morgunverðurinn er þó almennt talinn til mikilvægustu máltíða dagsins og börn sem ekki nærast vel að morgni dags skortir oft úthald og einbeitingu í amstri skóladagsins. Hollt og gott nesti er mikilvægt því flestir eru aftur orðnir svangir þegar líður á morguninn.


Í umhverfissáttmála skólans, sem er liður í Grænfánaverkefninu, er lögð áhersla á hollt og gott nesti. Mikilvægt er að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og prófa reglulega eitthvað nýtt – gjarnan í samráði við börnin. Flestur matur er hollur ef gætt er að hæfilegum skammtastærðum, samsetningu máltíða og fjölbreyttu fæðuvali. Öllum nemendum gefst kostur á að fá léttmjólk að drekka í nestistíma og hafa aðgang að grillum og örbylgjuofni í matarhléi. Á vef Lýðheilsustöðvar má sjá ýmsar hugmyndir og lesa um þessi mál.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir