Íţróttahátíđ
Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. janúar 2015
Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík verður haldin miðvikudaginn 14. janúar 2015, klukkan 17:00 - 19:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Íþróttahátíðin er fjölskylduhátíð þar sem nemendur leika listir sínar í fjölbreyttum íþróttagreinum og bjóða foreldrum og öðrum gestum að fylgjast með og taka þátt. Að þessu sinni er íþróttahátíðin einnig afmælishátíð Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík en þann 15. janúar eru 10 ár frá vígslu hennar. Strandabyggð býður gestum upp á ókeypis ávexti og Félagsmiðstöðin Ozon verður með samlokur og safa til sölu. Í lok hátíðarinnar verða veittar viðurkenningar í kjöri íþróttamanns Strandabyggðar og hvatningarverðlaun Strandabyggðar. Verðlaunagripur er gefinn af Íþróttafélagi lögreglumanna. Stjórnandi hátíðarinnar er Sverrir Guðmundsson íþróttakennari. Allir eru velkomnir!