A A A

Valmynd

Íţróttir og útivist - hreyfing og gleđi.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 23. apríl 2015
Föstudaginn 24. apríl ætlum við að fagna sumri með gleði og leikjum.
Dagskráin verður þannig að hefðbundin kennsla verður til klukkan 10:00 en þá förum við út og leikum okkur á sparkvellinum og við skólann. Stefnt er að því að fara í leiki eins og Hollí hú, Brennibolta og Yfir, Verpa eggjum og fleiri af þessum gömlu góðu. Gönguferð upp að vörðu verður í boði og Feluleikur í nágrenni skólans.
Klukkan 12:00 verður matarhlé en klukkan 13:00 er ráðgert að ganga úr skólanum yfir í íþróttamiðstöð og fara saman í sund og/eða leiki í salnum. Allir starfsmenn skólans taka þátt í dagskránni með börnunum.
Mikilvægt er að börnin mæti vel búin til útivistar í skólann, taki með sér sundföt og íþróttaföt. Vetur og sumar takast á þessa dagana og ef ekki viðrar vel til útiveru færum við okkur inn og förum í innileiki, spil, tafl og fleira.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir