Jafnrétti og ađstađa flóttafólks
Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 25. febrúar 2019
Nemendur á miðstigi í Grunnskólanum á Hólmavík hafa undanfarið unnið að verkefnum tengdum jafnrétti og beint sjónum sínum að aðstöðu flóttafólks í heiminum.
Á morgun þriðjudag 26. febrúar 2019 langar þau að bjóða gestum og gangandi að líta á verkefni sín. Nemendur velta fyrir sér eigin getu til aðgerða, hvað þau gætu gert til að hafa áhrif og unnu lokaverkefni sín út frá því. Um er að ræða, bréf, ræður og myndbönd auk peninga- og fatasöfnunar sem áhugasamir geta lagt lið.
Í sama dúr hafa nemendur á unglingastigi útbúið #WeDontDoWhatTheyCantDo á Twitter og Instagram, endilega fylgist með því.
Heimsóknin fer fram í heimastofu miðstigsins á morgun kl 12-12:20. Öll velkomin