Jóladagatal grunnskólana
| 10. desember 2013
Sunnudaginn 1. desember fór Samgöngustofa af stað me jóladagatal grunnskólanna.
Í dagatalinu segir frá fjölhæfum dýrum sem feta sig áfram í umferðinni. Á hverjum degi birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á umferd.is/joladagatal. Tveir heppnir þátttakendur eru dregnir út á hverjum degi og fá þeir tvo bíómiða hvor. Krisján Rafn Jóhönnuson nemandi í 6. bekk datt í lukkupottinn 4. desember og fékk tvo bíómiða að launum fyrir að svara rétt þann daginn.
Kristján Rafn hefur merkt sín svör með nafni bekkjar og skóla en þannig kemst bekkurinn í sérstakan bekkjarverðlaunapott. Í janúar verður svo einn heppinn bekkur dreginn út og hlýtur hann að launum pítsuveislu og DVD mynd.
Til hamingju með vinninginn Kristján Rafn!
Jóladagatal grunnskólanna er í gangi frá 1. til 24. desember