A A A

Valmynd

Jólalest Vestfjarđa

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. desember 2021


Jólalestin er nýtt og spennandi frumkvöðlaverkefni á Vestfjörðum. Verkefnið snýst um að gefa af sér til samfélagsins og er unnið í samvinnu við FabLab nýsköpunarsmiðju á Ísafirði og stutt af fjölmörgum fyrirtækjum á Vestfjörðum. Smíðaðir hafa verið 12 jólapóstkassar og 12 jólasleðar.

Börn í Strandabyggð og annars staðar á Vestfjörðum fá tækifæri til að skrifa jólasveininum bréf og fá svar og óvæntan glaðning til baka. Bréfin eru skrifuð á sérstakt bréfsefni og þar er meginhugmyndin að allir geti látið gott af sér leiða og gert góðverk.

Einar Mikael Sverrisson stýrir verkefninu. Einar Mikael er einnig þekktur töframaður og hefur komið á Strandir sem slíkur.
Næstu daga verður póstkassinn til skiptis í Leikskólanum Lækjarbrekku og Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík.

 

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2024 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nćstu atburđir