Kennarar á skólabekk
| 15. febrúar 2013
Kennarar skólans eru nú að undirbúa sig fyrir innleiðingu á nýrri Aðalnámskrá grunnskóla. Eitt af verkefnunum sem kennarar þurfa að huga að eru kennsluhættir og námsmat. Á öskudaginn var starfsdagur kennara sem nýttur var í fræðslu og verkefnavinnu. Jenný Gunnbjörnsdóttir, forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar HA, kom og hélt námskeið um einstaklingsmiðaða kennsluhætti og verður með hópinn í leiðsögn fram á vor. Markmið með vinnu að verkefninu er að kennarar auki við þekkingu sína á einstaklingsmiðuðum kennsluháttum, útbúi kennsluáætlun sem tekur mið af slíkum vinnubrögðum og leggi mat á árangur eigin starfs og nemenda sinna.