Kennari óskast til starfa
Grunnskólinn á Hólmavík
Kennari óskast til starfa við Grunnskólann á Hólmavík
- Staða umsjónarkennara á yngsta stigi 1.-4. bekk er laus til umsóknar. Um er að ræða samkennslu og teymisvinnu með bekkjarkennara. Allar almennar kennslugreinar. Áhersla er lögð á jákvæðan aga og samþætt þemabundin verkefni.
Umsækjendur um kennarastöður þurfa að hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
Um er að ræða tímabundið starf út skólaárið 2020-2021. Starfshlutfall 75%.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands
Umsóknarfrestur er til 30. september 2020.
Nánari upplýsingar veitir:
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is
Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík