A A A

Valmynd

Kynning á verkefnum nemenda í verkefninu Landsbyggđarvinir

| 28. apríl 2014

 

Í vetur hafa nemendur í 8.-10 bekk tekið þátt í verkefninu Landsbyggðarvinir: Sköpunargleði - Heimabyggðin mín - Nýsköpun - Heilbrigði og forvarnir.

 

Áhersla er lögð á að fá fram góðar hugmyndir sem stuðla að nýsköpun í heimabyggð, hvort sem það er á sviði velferðar og forvarna, atvinnulífs eða tekjuöflunar fyrir sveitar- eða bæjarfélagið.

 

Verkefninu er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn  er einstaklingsvinna og hlutu fjórar ritgerðir frá nemendum Grunnskólans á Hólmavík 4. verðlaun í þeim hluta. Síðari hlutinn er hópverkefni og felst í  útfærslu á bestu hugmyndum sem komu fram í fyrri hlutanum og gefa fyrirheit um betri og lífvænlegri heimabyggð. 

Á morgun, þriðjudaginn 29. apríl, kl. 15.00 munu nemendur kynna verkefni sem unnin hafa verið í vetur undir leiðsögn Ástu Þórisdóttur og Eiríks Valdimarssonar. Kynningin fer fram í Félagsheimilinu og er dagskrá dagsins  sem hér segir:

 

Kl. 15.00 - Kynning á verkefnum

Kl. 15.45  - Kaffihlé á meðan dómnefnd er að störfum

Kl. 16.15  - Úrslit kynnt

Kl. 16.30  - Dagskrár lok.

Allir velkomnir

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir