Kynningarfundur fyrir foreldra grunnskólabarna
Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 05. október 2022
Kynningarfundur fyrir foreldra grunnskólabarna
Verður í Grunnskólanum á Hólmavík fimmtudaginn 6. október klukkan 16:00.
Farið verður yfir einkunnarorð, framtíðarsýn, skólareglur og uppeldisstefnu og stoðþjónusta, starfsemi nemendaverndarráðs og skimanaáætlun kynnt.
Að því loknu bjóða umsjónarkennarar til samtals á hverju stigi fyrir sig og kynna skipulag kennslu t.d. þemastarfið, bekkjarsáttmála, fara yfir viðburði framundan, verkefni sem búið er að vinna og hvaðeina sem þörf er á að ræða. Aðrir kennarar, skólastjóri og deildarstjóri sérkennslu verða einnig til viðtals á sama tíma.