A A A

Valmynd

Landsbyggðarvinir: Sköpunargleði - Heimabyggðin mín - Nýsköpun - Heilbrigði og forvarnir

| 30. apríl 2014
Þriðjudaginn 29. apríl fór fram kynning á verkefnum sem nemendur í 8. -10. bekk Grunn- og tónskólans á Hólmavík tóku þátt í. Þetta var seinni hluti verkefnisins, en í fyrri hlutanum, sem fram fór fyrir áramót, skrifuðu nemendur ritgerðir um það sem þeim fannst að betur mætti fara í heimabyggð þeirra og komu með ýmsar hugmyndir þar að lútandi. Í þessum seinni hluta unnu nemendur í litlum hópum að verkefnum sem þau völdu að vinna með. Afraksturinn var svo kynntur í dag, alls 8 verkefni. Dómnefnd valdi síðan þrjú verkefni sem halda áfram í keppni. Dómnefnd skipaði Dr. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, Eygló Bjarnardóttir, lífeindatæknir og Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs.

Þrjú verkefni voru valin til frekari þátttöku í verkefninu og munu þau verða kynnt í Norrænahúsinu þann 22. maí nk. Eftirfarandi verkefni voru valin:
1. Bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík. Höfundar: Bára Örk Melsted, Ísak Leví Þrastarson og Sunneva Guðrún Þórðardóttir.
Í umsögn dómnefndar þótti verkefnið frumlegt og skemmtilegt, hafa menningarlegt gildi og vera vel framkvæmanlegt.

2. Smokkar í Ozon. Höfundar: Íris Jóhannsdóttir og Kristný Maren Þorvaldsdóttir.
Í umsögn dómnefndar þótti verkefnið hugað og að það þyrfti áræðni til að vinna að slíku verkefni um hluti sem alla jafna væru feimnismál. Þetta verkefni er nú þegar komið til framkvæmda.

3. Frjálsíþróttavöllur á Hólmavík. Höfundar: Guðjón Alex Flosason, Jamison Ólafur Johnson og Trausti Rafn Björnsson.
Í umsögn dómnefndar segir að þetta verkefni hafi mikinn samfélagslegan ávinning ef til framkvæmda komi og kynningin þótti sérstaklega fagmannleg og skýr. 

Við óskum nemendum til hamingju með flottar hugmyndir og skemmtilegar kynningar og þeim verkefnum sem valin voru áfram óskum við góðs gengis í framhaldskeppninni í Reykjavík.

~Ásta Þórisdóttir~

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Næstu atburðir