A A A

Valmynd

Laus störf í leikskólanum Lćkjarbrekku og Grunnskólanum á Hólmavík

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. júní 2021


Leikskólinn Lækjarbrekka


Tveir kennarar óskast til starfa á deild 100% og 50%.

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman að því að vinna með börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur. Vinnutíminn er frá  8:00-16:00.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að starfa sem kennari.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 9. ágúst 2021.

Matráður óskast til starfa 100%

Staða matráðs í leikskólaeldhúsi. Vinnutími frá 8:00-16:00. Í starfinu felst undirbúningur og frágangur máltíða; morgunverðar og síðdegishressingar auk framreiðslu hádegisverðar. Einnig almenn þrif og þvottur. Leitað er að starfsmanni sem hefur mikla færni í mannlegum samskiptum, góða skipulagshæfni og er jákvæður og áreiðanlegur. Góð þekking á hollustu, heilbrigði og hreinlæti skiptir miklu máli.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 9. ágúst 2021

 

Grunnskólinn á Hólmavík

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa 70%

Staða stuðningsfulltrúa. Að hluta til er um er að ræða stuðning og þjálfun við nemanda og eftirfylgni í grunnskóla og frístund og að hluta til stuðningur við nemendur á yngsta stigi.

 Leitað er eftir starfsmanni sem hefur mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða skipulagshæfileika er jákvæður og sveigjanlegur og hefur áhuga á starfi með börnum í skapandi umhverfi.

 

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 16. ágúst 2021.

 

 

Umsóknarfrestur er til 10. júní 2021.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir með ferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir