A A A

Valmynd

Lausar stöđur til umsóknar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 03. janúar 2023

ATH! Þau mistök urðu við birtingu neðangreindrar auglýsingar sem birt var á heimasíðu Grunnskólans á Hólmavík 29. nóvember að hún var ekki sýnileg á heimasíðu sveitarfélagsins Strandabyggðar eins og hún ætti alla jafna að vera. Til að uppfylla þetta formsatriði er auglýsingin birt hér með nýjum umsóknarfresti. Kennarar eru hvattir til að sækja um.

Lausar stöður til umsóknar við Grunnskólann á Hólmavík og Leikskólann Lækjarbrekku

 

Tímabundin staða íþróttakennara

Staða íþróttakennara með áherslu á skólaíþróttir og sund. Um er að ræða kennslu í 1. – 10. bekk með samkennslu hópa. Kennslugreinar: skólaíþróttir og sund, skólahreysti, íþróttir leikskólabarna og almenn kennsla. Starfshlutfall 80%. Athugið að um tímabundna ráðningu til eins árs er að ræða frá 1.janúar 2023.  

Staða leikskólakennara

Staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Grunnskólinn Hólmavík og Leikskólinn Lækjarbrekka tilheyra sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla og leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans.

Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu stefnu um heilsueflandi skóla.

Menntunar og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í viðeigandi skólagerð

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 10.janúar, 2023.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, afriti leyfisbréfa og upplýsingum um meðmælendur netfang: skolastjori@strandabyggd.is

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir