A A A

Valmynd

Laust starf viđ Grunnskólann á Hólmavík

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 21. júlí 2023


Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi

 

Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi óskast til starfa með nemendum og stoðþjónustu Grunnskólans á Hólmavík. Um er að ræða tímabundið starf skólaárið 2023-2024. Starfshlutfall 100%.

 

Grunnskólinn á Hólmavík er sameinaður tón-, leik. og grunnskóli með um 45 nemendur í grunnskóla og 20 nemendur í leikskóla. Áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, jákvæðan aga og þemabundin verkefni í lotum.

 

Helstu verkefni:

  • Að veita nemendum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
  • Að halda utan um og stýra teymi einstakra nemenda í samráði við stjórnendur.
  • Að vinna að gerð einstaklingsnámskráa í samstarfi við sérkennara og fylgja þeim eftir.
  • Að mæta þörfum nemenda á heildstæðan og einstaklingsbundinn hátt til að auka félagsfærni, virkni og tilfinningaþroska.
  • Að veita faglega ráðgjöf til kennara og stuðningsaðila.
  • Að aðlaga og hanna námsumhverfi svo það henti fjölbreyttum nemendahópi.

Hæfni:

  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi.
  • Þekking og reynsla af starfi með börnum með sérþarfir.
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
  • Þekking á PEERS og TEACCH er kostur.
  • Hreint sakavottorð.

 Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands eða Iðjuþjálfafélags Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst 2023.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, netfang skolastjori@strandabyggd.is

 

Umsóknir með starfsferilskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir