A A A

Valmynd

Leikskólinn Lćkjarbrekka

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 17. mars 2020

Til foreldra leikskólabarna

Samkomubann er í gildi á Íslandi frá 16. mars til og með 13. apríl 2020. Leikskólar mega halda uppi leikskólastarfi að uppfylltum þeim skilyrðum að börn séu í fámennum hópum  og aðskilin eins og kostur er. Eins þarf að þrífa og sótthreinsa leikskólabygginguna eftir hvern dag. Allar aðgerðir miða að því að hægja á útbreiðslu Covid - 19

Sérstaklega er óskað eftir því að foreldrar sem eru í þeirri aðstöðu að geta haft börn sín heima geri það. Vinsamlega hafið samband til að láta vita í netfang skolastjori@strandabyggd.is

 -Athugið að leikskólinn er opnaður eins og venjulega.Til þess að tími gefist til þrifa og sótthreinsunar lýkur starfinu klukkan 15:30 og foreldrar eru beðnir að sækja börnin þá.

 - Mælst er til þess að börn séu heima ef þau eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19. Helstu einkenni eru hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur.

 

Þessar ráðstafanir gerum við á Lækjarbrekku:

  • Enginn samgangur er á milli barna í Dvergakoti og Tröllakoti. Lokað verður á milli deilda.
  • Enginn samgangur verður á milli starfsfólks á milli deilda, kaffi á sitt hvorum stað og tíma.
  • Álma starfsfólks er lokuð af. Skrifstofa aðstoðarskólastjóra er notuð fyrir talþjálfun.
  • Farið er í útiveru á sitt hvorum tímanum. Dvergakot 9:00-10:00 og 13:30-14:30,  Tröllakot 10:00-11:00, 15:00-16:00.
  • Börn í Dvergakoti nýta bókasafn, kubbakot og listakot.
  • Efni sem nýta þarf í Tröllakoti er fært inn á deild úr bókasafni, kubbakoti og listakoti.
  • Þjónar taka við matarvögnum í fataklefa sinnar deildar.
  • Stoðþjónusta og þjónusta talmeinafræðings fer fram á skrifstofu aðstoðarleikskólastjóra.
  • Starfsfólk tekur á móti börnum við komu við útidyr og þeim skilað við útidyr á sinni deild. Hafi fólk tök á að hringja á undan sér þegar börn eru sótt mun starfsfólk búa þau til heimferðar
  • Gestabann er í gildi. Leikskólinn er einungis opinn starfsfólki, börnum og foreldrum þeirra.
  • Þurfi starfsfólk nauðsynlega að fara á milli deilda/svæða skal það þvo sér um hendur með sápu og spritta áður en það er gert. Þetta takmarkast við ferðir aðstoðarleikskólastjóra og starfsmanns í eldhúsi.

 

Ráðstafanir er varða þrif og sótthreinsun.

  • Starfsfólk deilda sótthreinsar í lok dags öll borð, stóla, þurrkskápa, skiptiaðstöðu og leikföng eins og unnt er.
  • Dýnur, teppi og koddar verð merkt hverju barni og það geymt aðskilið.
  • Starfsmaður eldhúss sótthreinsar í lok dags borðfleti á kaffistofu auk tölvu. Einnig snertifleti í eldhúsi og matarvagna.
  • Ekki fara aðrir inn í eldhús en starfsmaður í eldhúsi.
  • Starfsmaður í skúringum sótthreinsar í lok dags alla hurðahúna og ljósrofa. Salerni eru sérstaklega sótthreinsuð.
  • Við þrif og sótthreinsun skal nota einnota hanska.

Góðar leiðbeiningar eru á

www.landlaeknir.is,

www.covid.is


Allar áætlanir eru í daglegri endurskoðun. Höldum ró okkar og tökum á þessu saman. Hikið ekki við að hafa samband ef eitthvað er. Sendið endilega ábendingar og/eða spurningar á netfangið: skolastjori@strandabyggd.is 

 

 

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir