A A A

Valmynd

Líf og fjör í 3. og 4. bekk

| 17. febrúar 2011
« 1 af 3 »
Í síðustu viku skellti 3. og 4. bekkur sér í flokkunarstöð Sorpsamlagsins á Skeiði ásamt umsjónarkennara sínum henni Ingibjörgu Emilsdóttur. Heimsóknin var í tengslum við námsefnið og bókina Komdu og skoðaðu hringrásir þar sem fjallað er um hringrásir í náttúrunni með áherslu á námskrá í náttúrufræði og samfélagsgreinum. Þar er greint frá stöðugum hringrásum efna á jörðinni og undirstrikað mikilvægi þess að umgangast auðlindir jarðar af virðingu. Einar Indriðason tók á móti hópnum og fræddi þau um flokkana og ýmislegt fleira tengt rusli og endurvinnslu. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Þessi hópur fékk líka skemmtilegt og óvenjulegt heimaverkefni sem var að búa til eitthvað úr rusli þar sem þau áttu að endurnýta eitthvað gamalt „drasl" og gera úr því nýjan hlut. Þau máttu ekki kaupa neitt í verkefnið nema nagla eða lím. Myndirnar hér tala sínu máli um útkomuna sem var alveg frábær!

Á hverjum fimmtudegi eru þau í 3. og 4. bekk með útinám þar sem skóladagurinn fer að mestu fram utandyra. Um daginn heimsóttu þau Orkubú Vestfjarða og fengum að skoða Þverárvirkjun. Heimsóknin þótti rosalega spennandi og skemmtileg og ekki spillti fyrir að þau fengu líka að sjá díselvélina sem er geymd hérna inn á Hólmavík, en hún er notuð þegar rafmagnið fer af. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim fjölbreyttu verkefnum sem þau hafa verið að fást við og því skapandi skólastarfi sem fer fram undir leiðsögn Ingibjargar.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir