Ljósmyndataka
Á morgun, þriðjudaginn 22. nóvember, kemur hann Bjarni Jónsson ljósmyndari frá Mynd - Ljósmyndastofu og tekur myndir af nemendum og starfsfólki í Grunnskólanum á Hólmavík. Sú nýbreytni verður á að nú myndar hann hópmyndir af öllum deildum og tekur einstaklingsmyndir af öllum í viðkomandi deildum. Þegar þessu er lokið fara viðkomandi myndir inn á vef ljósmyndastofunnar, með aðgangslykli skólans, þar getur fólk skoðað, valið og pantað. Hverjum og einum er síðan frjálst að kaupa eftir hentugleik. Engin greiðsla fer fram áður og engin innheimta á sér stað í skólanum, eingöngu um leið og pantað er á vefnum. Hópmyndin kostar það sama og undanfarin ár, kr: 2500.- hún er í stærðinni 20x25cm með nöfnum allra sem á myndinni eru. Algengasta myndapöntun er sú sama og var í fyrra og kostar það sama núna kr: 2000.- í henni er innifalið eftirfarandi 1. mynd 13x18cm, 1.mynd 9x12cm og síðan fjórar passamyndir. Vinsamlegast athugið að vefurinn er ljósmyndavefur og öllum sem hafa aðgangsorð skólans opinn. Eftir myndatökuna tekur við vinnsla á myndunum, hún getur tekið tvær vikur, lykill vegna skólans verður sendur öllum þegar myndirnar eru tilbúnar á vefnum.