Marita-fræðslan kemur í Strandabyggð
| 15. mars 2013
Fræðslufundur um fíkniefnaneyslu og forvarnir gegn henni verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík mánudaginn 18. mars kl. 18:00. Það er Magnús Stefánsson framkvæmdastjóri Marita-fræðslunnar á Íslandi sem heldur fyrirlesturinn. Fundurinn er opinn foreldrum, ömmum, öfum og öllum öðrum íbúum í Strandabyggð sem vilja fræðast um þetta brýna málefni. Fyrr um daginn fundar Magnús með ungmennum í grunnskólanum.
Sýnd verður ný heimildarmynd um íslensk ungmenni í neyslu, helstu einkenni fíkniefnaneyslu kynnt og sagt frá því hvernig best er að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp. Mætum öll - tökum þátt - vinnum saman!
Sýnd verður ný heimildarmynd um íslensk ungmenni í neyslu, helstu einkenni fíkniefnaneyslu kynnt og sagt frá því hvernig best er að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp. Mætum öll - tökum þátt - vinnum saman!