Međ sól í hjarta
| 18. maí 2012
Við látum ekki nokkur snjókorn á okkur fá! Með sól í hjarta og söng á vörum ljúkum við skólaárinu í Grunnskólanum á Hólmavík þetta árið. Í dag héldu nemendur í 4.-6. bekk í vorferðalag í Borgarfjörðinn þar sem þau heimsækja Snorrastofu, Landbúnaðarsafnið og Landnámssetrið sem allt tengist námi þeirra í samfélags- og náttúrufræðigreinum. Í sömu ferð munu þau koma við í sundlauginni í Borgarnesi og fá sér smá sundsprett með þeim Alfreð skólabílstjóra, Ingibjörgu og Kolbeini umsjónarkennurum bekkjanna. Í næstu viku munu nemendur í 1.-3. bekk fara yfir í Dali og heimsækja Eiríksstaði og ferðast 1000 ár aftur í tímann, fá sögustund við
langeldinn og sjá hvernig fólkið bjó á tímum Eiríks rauða. Á heimleiðinni koma þau við á Rjómabúinu Erpsstöðum ásamt Alfreð skólabílstjóra, Völu, Öldu og Árnýju og gæða sér á heimagerðum rjómaís og sjá hvernig hann er unninn. Hér má sjá nýjar myndir frá skólastarfinu í 1.-3. bekk.
Framundan eru svo nemendaviðtöl, foreldraviðtöl, vordagur og skólaslit en hér má sjá maídagskrá skólans.
Framundan eru svo nemendaviðtöl, foreldraviðtöl, vordagur og skólaslit en hér má sjá maídagskrá skólans.