A A A

Valmynd

Námsefniskynning

| 10. september 2013

Námsefniskynningar verða í Grunnskólanum á Hólmavík, fimmtudaginn 12. september kl. 8.30-9.30

Að þessu sinni ætlum við að bjóða upp á kynningu með öðru sniði en verið hefur undanfarin ár.

 

Frá kl. 8.30 – 9.00 munu nemendur leiða foreldra sína á milli námsstöðva þar sem þeir leysa ýmis verkefni í sameiningu. Verkefnin eru sýnishorn af þeirri vinnu sem nemendur munu sinna í vetur.

Námsefniskynning fyrir 1. - 7. bekk verður sem hér segir:

  • Íslenska í stofu 3.-4. bekkjar
  • Samfélags- og náttúrufræði í stofu 5. -7. bekkjar
  • Stærðfræði í stofu 1. - 2. bekkjar

Námsefniskynning fyrir 8. -10. bekk verður sem hér segir:

  • Íslenska og stærðfræði á gangi í gamla skóla
  • Enska og danska í stofu 10. bekkjar
  • Náttúrufræði í stofu 8. – 9. bekkjar

 

Sérkennslan verður opin þar sem hægt verður að kynna sér starfsemina og námsspil. Kynning á listgreinum verður í listgreinastofu og í tónlistarstofunni verður hægt að spreyta sig á nótnalestri.

 

Kl. 9.00 verða fundir með bekkjarkennurum í heimastofum barnanna. Nemendur fara í útivist

 

Þarna gefst kjörið tækifæri til að kynna sé námsefni og kennsluhætti og ræða máli.

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir