Náttfatadagur
| 13. nóvember 2010
Í dag, föstudaginn 12. nóvember, var náttfatadagur í Grunnskólanum á Hólmavík en við ætlum að vera með öðruvísi föstudaga fram að jólum. Það var reglulega notaleg stemmning í skólanum og gaman að sjá hve margir nemendur og starfsmenn komu á náttfötunum í skólann. Ekki skemmdi fyrir að allt var á kafi í snjó og rúðurnar þaktar snjó og ís. Margir nýttu tækifærið og kveiktu á kertum, lásu sögur og sungu saman í vikulokin.
Næsta föstudag er sætabrauðsdagur en þá mega allir koma með kökusneið, kex eða annað sætabrauð í nesti.
Næsta föstudag er sætabrauðsdagur en þá mega allir koma með kökusneið, kex eða annað sætabrauð í nesti.