A A A

Valmynd

Nemendur Grunnskólans á Hólmavík láta gott af sér leiđa.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 21. desember 2019

Nemendur Grunnskólans á Hólmavík létu gott af sér leiða á ýmsan hátt á síðustu dögum fyrir jólafrí.    
Tillaga nemenda um að auka ekki sóun og kaup á óþarfadóti varð til þess að nemendur í unglingadeild ákváðu að gefa hvert öðru ekki litlujólagjafir. Sömu nemendur ákváðu einnig að  taka þátt í yfirstandandi neyðarsöfnun Rauða krossins vegna þurrka í Namibíu. Á vel heppnaðri jólasýningu var tekið á móti framlögum í bauk og minnt á að Íslendingar væru um 350.000 talsins og ef hver þeirra legði til 300 krónur væri hægt að safna100 milljónum króna á svipstundu sem myndu renna beint til þurfandi í Namibíu.
Yngri nemendur ákváðu einnig að sporna gegn sóun og óþarfakaupum á dóti með því að endurgefa félögum sínum hluti sem þau hefðu sjálf áður fengið að gjöf. Nemendur á miðstigi tóku þátt í verkefni SOS barnaþorpanna öðruvísi jóladagatal og  söfnuðu góðri upphæð fyrir fátækar barnafjölskyldur í  Tulu Moye í Eþíópíu.
Grænfánastarf skólans er öflugt og nemendur tóku þátt í viðburði Pokastöðvarinnar á Ströndum sem setti upp pökkunarstöð á Héraðsbókasafninu. Þar var hægt að búa til jólakort, sauma gjafapoka og pakka inn gjöfum og endurvinna og endurnýta margs konar efni til gjafainnpökkunar og skreytinga sem var vinsælt og vel nýtt af nemendum, starfsfólki og öðrum gestum bókasafnsins.
Börn í frístund og skólakór heimsóttu eldra fólkið á heilbrigðisstofnuninni og áttu þar góða stund við söng og spjall og hafa áhuga á að endurtaka heimsóknina á vorönn.

Jólafrí Grunnskólans á Hólmavík hófst að lokinni samverustund 20. desember. Kennsla hefst aftur 6. janúar 2020. 

Hér er hægt að fræðast nánar um söfnun Rauða krossins https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-vegna-thurrka-i-namibiu og öðruvísi jóladagatal SOS barnaþorpa https://www.sos.is/skolamal/odruvisi-joladagata

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir