A A A

Valmynd

Nýr ađstođarskólastjóri Grunnskólans á Hólmavík

| 20. ágúst 2012
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir ráđin ađstođarskólastjóri
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir ráđin ađstođarskólastjóri
Gengið hefur verið frá ráðningu Huldu Ingibjargar Rafnarsdóttur í eins árs tímabundið starf aðstoðarskólastjóra við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík. Hulda Ingibjörg er fædd árið 1965 og er útskrifaður grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Þá hefur Hulda lokið diplómanámi í Menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og hyggst ljúka meistaragráðu í Menningarstjórnun í vor. Hulda hefur einnig lokið námi í kerfisfræði.

Hulda hefur víðtæka og fjölbreytta kennslureynslu, nú síðast við Vatnsendaskóla í Kópavogi og áður við kennslu og verkefnastjórn við Háskólann á Bifröst og við grunnskólann Blönduósi. Hulda Ingibjörg hefur störf í dag, mánudaginn 20. ágúst.


Alls bárust átta umsóknir um stöðuna. Um ráðninguna sáu Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Benediktsdóttir formaður menntasviðs Strandabyggðar og Hildur Guðjónsdóttir skólastjóri Grunn- og Tónskólans á Hólmavík.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir