Ólympíuhlaup ÍSÍ og viðurkenning HSS
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 05. október 2022
Ólympíuhlaup ÍSÍ verður hlaupið föstudaginn 7. október, 2022 nk. klukkan 10:10 og verður hlaupið frá Grunnskólanum.
Hægt verður að velja um þrjár vegalengdir 2,5 km, 5 km og 10 km. Hlaupið verður innanbæjar á Hólmavík.
Í lok hlaups verða kílómetrar allra hlaupara lagðir saman og útkoman gerð að viðmiði næsta árs.
Í upphafi hlaups mun Héraðssamband Strandamanna afhenda viðurkenningar til íþróttafólks vegna afreka áranna 2020 og 2021. Afhendingin fer fram á upphafsreit hlaupsins við Grunnskólann.
Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt í ólympíuhlaupi ÍSÍ og fylgjast með verðlaunaafhendingu HSS.