A A A

Valmynd

Opiđ hús í grunnskóla og leikskóla 28. febrúar.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 26. febrúar 2020

Í tilefni af Hörmungardögum á Hólmavík verður opið hús föstudaginn 28. febrúar, klukkan 12:30-14:30 í Grunnskólanum á Hólmavík. Þar verður kynning í framhaldi af þemadögum í skólanum.
Nemendur á unglingastigi fjalla um loftslagsbreytingar, dýravelferð og ólík lífsgæði.
Á miðstigi er fjallað um flóttamenn og farandfólk og hjálparstofnanir og nemendur á yngsta stigi fjalla um börn sem búa við erfiðar aðstæður og hvað við getum gert til að hjálpa. 
Sett verður af stað söfnun til styrktar Barnahjálp sameinuðu þjóðanna, Unicef. 
Veitingar og söluvarningur á boðstólum. Við erum ekki með posa en hvetjum ykkur til að taka með ykkur klink og seðla til að styrkja gott málefni. Kynnið ykkur endilega heimasíðu unicef.is
 
Íþróttaskóli Geislans verður klukkan 13:40 og handbolti klukkan 14:45 í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Æfingarnar eru öllum opnar, þær verða hörmulega erfiðar, ræður þú við álagið?

Opið hús í leikskólanum Lækjarbrekku verður klukkan 15:00-16:00. Þar verður sett upp föndurstöð og í boði verða léttar veitingar. Klukkan 15:00 verður kökubasar í KSH og allan daginn verður safnað fyrir Vanessu sem er SOS barn leikskólans og trjáplöntum til gróðursetningar og kolefnisjöfnunar.


Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir