Samrćmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk
| 17. september 2012
Í þessari viku þreyta nemendur í 4., 7. og 10. bekk samræmd könnunarpróf. Tilgangur samræmdra könnunarprófa í grunnskólum er m.a. að athuga að
hvaða marki námsmarkmiðum aðalnámskrár í viðkomandi námsgrein eða
námsþáttum hafi verið náð, vera leiðbeinandi um áherslur í kennslu fyrir
einstaka nemendur og veita nemendum, foreldrum og skólum upplýsingar um
námsárangur og námsstöðu nemenda. Prófin eru lögð fyrir á sama tíma um land allt. Hér má lesa allt um framkvæmd prófanna. Það er mikilvægt fyrir nemendur að fá góða næringu og góða hvíld fyrir prófin. Við hvetjum foreldra því til að stuðla að því að nemendur fari snemma að sofa og fái sér staðgóðan morgunverð áður en lagt er af stað í próf.