A A A

Valmynd

Síđustu dagar skólaársins

| 27. maí 2013
Sælir kæru foreldrar

Undanfarna daga hafa nemendur Grunnskólans verið að undirbúa vorhátíð sem haldin verður miðvikudaginn 29. maí. Skólinn hefur verið undirlagður af sköpun í hinum ýmsu greinum. Hér hefur verið málað, smíðað, saumað, samin tónlist, leikið, dansað, endurunnið og ýmislegt fleira. Á miðvikudaginn 29. maí verður lokaafurð þessarar vinnu sýnd og hefst sýningin kl. 10.00 og stendur til um kl. 12.30. Nemendur eiga að mæta í skólann kl. 8.10 eins og vanalega. Fjórir hópar sýna atriði á fjórum stöðvum í nágrenni skólans, eitt atriði er sýnt í einu. Nánari tímasetning á atriðunum verður send út eftir genaralprufu sem verður á morgun, þriðjudag. Foreldrar og aðrir gestir eru hvattir til að mæta og taka þátt í sýningunni með okkur. Munið að klæða ykkur og börnin sérstaklega vel, því sumarið er víst ekki alveg komið. Skóli verður fram að hádegi þann dag og fer skólabíllinn heim eftir hádegismat eða uppúr kl. 13.00. Opið verður í Skólaskjóli fyrir þau börn sem þar eiga athvarf eftir hádegi og er þetta jafnframt síðasti dagur sem Skólaskjól er opið þetta skólaárið. Á fimmtudaginn 30. maí er hinn hefðbundni vordagur. Hann hefst einnig klukkan 10.00 og eiga nemendur að mæta kl. 10.00. Þar verður ýmislegt á boðstólnum s.s. spákona, kraftakeppni, pylsur, sápukúlur, krítar og andlitsmálun. Deginum lýkur um kl. 12.30 og þá mun skólabíllinn leggja af stað heim. Á föstudaginn 31. maí eru skólaslit í Hólmavíkurkirkju og hefst athöfnin kl. 12.00. Athöfnin tekur um klukkutíma. Skólaakstur verður þennan dag en miðast við að börnin verði mætt kl. 12 í athöfnina. Skólabíllin leggur af stað heim að athöfn lokinni eða um kl. 13.00.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir