A A A

Valmynd

Skemmtiferđ Ozon og Söngkeppni Samfés í dag.

| 03. mars 2012
GóGó-píurnar í undankeppninni á Hólmavík. Ljósm: Strandir.is
GóGó-píurnar í undankeppninni á Hólmavík. Ljósm: Strandir.is
Krakkarnir í félagsmiðstöðinni Ozon eru í sannkallaðri skemmtiferð í höfuðborginni um helgina. Í gær héldu tæplega þrjátíu hressir krakkar af stað undir leiðsögn Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar, Alfreð Gests Símonarsonar bílstjóra og Bjarna Ómars Haraldssonar gæslumanns. Fyrsti áfangastaður var Stjörnutorg í Kringlunni þar sem fyllt var á orkuna fyrir hið eina sanna Samfésball þar sem Páll Óskar, Emmsé Gauti, Jón Jónsson og DJ Sindri BM komu fram. Að sögn Arnars gekk allt eins og í sögu og voru krakkarnir okkar algjörlega til fyrirmyndar og skemmtu sér vel.

Í dag er það svo Söngkeppni Samfés þar sem okkar flytjendur, GóGó-píurnar, munu stíga síðastar af þrjátíu atriðum á svið í Laugardalshöllinni. GóGó-píurnar, þau Brynja Karen Daníelsdóttir, Fannar Freyr Snorrason, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir og Sara Jóhannsdóttir sigruðu Vestfjarðariðilinn í Súðavík í febrúar með flutningi á laginu Do Lord með íslenskum texta eftir Arnar Jónsson. Hér má sjá og heyra glæsilegan flutning lagsins Ó dýrið (Do Lord) hjá þeim í Súðavík. Söngkeppnin verður sýnd beint í Sjónvarpinu RÚV og hefst kl. 13:00 í dag. Undirbúningur hófst kl. 8 í morgun þar sem dömurnar fengu förðun, hárgreiðslu og aðstoð við undirbúninginn en þær koma fram í kjólum sem Stella Guðrún Jóhannsdóttir nemandi í 10. bekk saumaði með aðstoð móður sinnar Guðrúnar Guðfinnsdóttur.

Eftir söngkeppnina heldur fjörið áfram þar sem hópurinn fer á skauta, í Laser-Tag, pizzuveislu og í bíó í kvöld. Á morgun ætla þau svo í diskókeilu, leiktæki, GoKart og borða saman áður en þau halda af stað aftur til Hólmavíkur.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir