A A A

Valmynd

Skilaboðaskjóðan frumsýnd

| 04. apríl 2014

Undanfarnar vikur hafa nemendur í leiklistarvali Grunnskólans á Hólmavík æft leikritið Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson en tónlistin er eftir Jóhann G. Jóhannsson. Verkið verður frumsýnt laugardaginn 5. apríl.

Hefð hefur skapast fyrir samstarfi við Leikfélag Hólmavíkur sem aðstoðar við uppsetningar á stórum verkum sem þessu. Að þessu sinni er það Esther Ösp Valdimarsdóttir sem leikstýrir hópnum, tónlistarstjóri er Hildur Heimisdóttir og leikmynd í höndum Ástu Þórisdóttur. Auk nemenda í leiklistarvali koma flestir nemendur 8. - 10. bekkjar að uppsetningunni auk nemenda í derifnámi FNV á Hólmavík. 

Sýningar verða sem hér segir:
Frumsýning 5. apríl kl.14.00
2. sýning 6. apríl kl.14.00
3. sýning 9. apríl kl.19.00
4. sýning 20. apríl, páskadag kl.19.00
5. sýning 21 apríl, 2. páskadag kl. 14.00

Miðapantanir eru í síma 693-3474

 

Við viljum koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu sem hafa aðstoðað hópinn á æfingatímunum. Sérstakar þakkir til foreldrar fyrir þeirra stuðning.

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Næstu atburðir