A A A

Valmynd

Skólaslit

| 31. maí 2013
Nemendur í 10. bekk viđ útskriftina í dag - Mynd Malla Rós
Nemendur í 10. bekk viđ útskriftina í dag - Mynd Malla Rós
Grunnskólanum á Hólmavík var slitið við hátíðlega athöfn í kirkjunni í dag. Viðurkenningar voru veittar fyrir góða skólasókn, framfarir, góða ástundun, jákvætt viðmót og fleiri mikilvæga þætti.
Það var Lionsklúbburinn á Hólmavík sem gaf þessar viðurkenningar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þann hlýhug sem þeir bera til skólans fyrr og nú. Þeir nemendur sem hlutu þessa viðurkenningu voru: 
Díana Jórunn Pálsdóttir 4. bekk, Stefán Snær Ragnarsson 6. bekk,  Elísa Mjöll Sigurðardóttir 9. bekk og Fannar Freyr Snorrason 10. bekk. 
Einnig var veitt viðurkenning fyrir góðan árangur í dönsku. Brynja Karen Daníelsdóttir hlaut danska orðabók í viðurkenningarskyni. Gefandi var danska sendiráðið. Margrét Vera Mánadóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og hæstu meðaleinkunn. Gefandi var Lionsklúbburinn á Hólmavík. 


Nemendur í 10. bekk rifjuðu upp skólagöngu sína við skólann og heiðruðu kennara sína með blómum.
Kristín Lilja Sverrisdóttir nemandi í 9. bekk flutti tónlist fyrir gesti á samt kennaranum sínum honum Jóni Ingimundarsyni.


Við óskum nemendum í 10. bekk velfarnaðar nú þegar þau halda á vit nýrra ævintýra.

Gleðilegt sumar. 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir