A A A

Valmynd

Skólastarf: Auglýsingar og nýtt starfsfólk

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 08. nóvember 2023

Talsvert hefur verið um starfsauglýsingar frá Leik-, Grunn- og Tónskóla á Hólmavík og tengdri starfsemi þetta haustið eins og þið hafið væntanlega orðið vör við. Nú munum við gera hlé á auglýsingum fram yfir áramót en bjóðum alla sem hafa bæst í hópinn velkomin til starfa. Að sama skapi þökkum við þeim sem hafa látið af starfi kærlega fyrir samstarfið.

Raimonda Serekaité og Sigrún María Kolbeinsdóttir hafa tekið að sér mötuneyti leik- og grunnskólans. Þær elda í félagsheimilinu og þar er maturinn borinn fram.
Barbara Ósk Guðbjartsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í starf að jöfnu hlutfalli þroskaþjálfa og deildarstjóra í leikskólanum. Samanta Pole og Þórey Hekla Ægisdóttir hafa verið ráðnar í starf við leikskólann. Sigurlaug Stefánsdóttir hefur verið ráðin til starfa í mötuneyti leikskólans og Petra Ivanc í ræstingar.
Íris Björg Guðbjartsdóttir og Unnsteinn Árnason eru verktakar í skólaakstri frá ágúst sl.
Vera Ósk Steinsen hefur boðist til að leysa tímabundið starf tónlistarkennara í tónskólanum og mun kenna í hlutastarfi einn dag í viku.
Margir hafa komið að mönnun frístundar í 1.-4. bekk sem heldur úti starfsemi fjóra daga í viku, frá mánudegi til fimmtudags klukkan 13:30-16:00. Guðmundur Björn Sigurðsson starfsmaður leikskólans hefur gengið til liðs við frístundina líka og frá hausti hefur Kristín Anna Oddsdóttir starfað í frístund tvo daga í viku.
Að frístundastarfinu koma að auki Umf. Geislinn sem heldur úti æfingum tvo daga í viku og Félagsmiðstöðin sem er opin tvo daga í viku.  Þá tók Grunnskólinn að sér að halda leikjanámskeið opið öllum nemendum í 1.-4. bekk á föstudögum frá 13:30-14:30, í umsjón Halldóru Halldórsdóttur.

Kennsla fer nú fram á þremur stöðum, í félagsheimili er unglingastigið 7.-10. bekkur í kennslustofu í salnum, þar er líka mötuneytið í eldhúsi og anddyri og tónskólinn og bókasafnið í herbergum á bak við sviðið. Í Hnyðju á neðstu hæð Þróunarseturs er miðstigið 4.-6. bekkur og í Vallarhúsi á körfuboltavellinum við skólann er yngsta stigið 1.-3. bekkur.
Unnið er að endurgerð yngri hluta skólans en búið að opna anddyri gamla skólans og loka þaðan inn á ganginn. Þar hafa verið settar upp skrifstofur og fundaherbergi fyrir sérkennara og skólastjóra. 
 

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Næstu atburðir