A A A

Valmynd

Skólastarf á nýju ári 2022.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. janúar 2022
Skólastarf hefst í Leik- grunn- og tónskóla þriðjudaginn 4. janúar 2022. Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári. 

Núgildandi reglur um skólahald eru þannig:
  • Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.
  • Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými eru 20 manns og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.
  • Nálægðarregla: Almennt 2 metra en sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu er grímuskylda. Leikskólabörn eru undanþegin nálægðarreglu.
  • Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
Starfsfólk og foreldrar skulu þannig viðhafa grímuskyldu í fataklefa leikskóla og grunnskóla þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra reglu milli fullorðinna einstaklinga.
Skipulagsdagur starfsfólks verður mánudag 3. janúar og þar verður meðal annars farið yfir sóttvarnarráðstafanir og aðgerðir, til dæmis í kennslu barna sem eru í sóttkví og einangrun og lausnir á mönnun ef starfsfólk fer í sóttkví eða einangrun. Verði vart við einkenni ætti starfsfólk að vera heima og foreldrar að halda börnum heima og panta tíma fyrir covid próf á heilsugæslu.   
Mikil aukning hefur verið í smitum á landinu og við þurfum öll að sýna sérstaka aðgát ekki síst eftir hátíðisdagana og nýleg ferðalög á milli landa og landshluta.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir