A A A

Valmynd

Sólmyrkvi 20. mars

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 18. mars 2015

Föstudagsmorguninn 20. mars 2015 verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá landinu öllu. Í tilefni myrkvans hafa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness ,Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá fært öllum grunnskólanemendum og kennurum þeirra sérstök sólmyrkvagleraugu svo allir geti fylgst með þessu sjaldgæfa sjónarspili á öruggan hátt. 

Margir nemendur Grunnskólans á Hólmavík sem hafa að undanförnu verið að vinna verkefni um himingeiminn hlakka til að sjá þennan atburð sem vonandi verður vel sýnilegur.  Sólmyrkvinn hefst fljótlega eftir að nemendur eru mættir í skólann eða um 08:40

Allar upplýsingar um sólmyrkvann má finna á Stjörnufræðivefnum sem er uppfullur af fróðleik um sólmyrkvann og himingeiminn og við hvetjum ykkur öll til þess að skoða http://www.stjornufraedi.is/solmyrkvi/

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir