A A A

Valmynd

Stóra upplestrarkeppnin - úrslit

| 10. apríl 2013
Sigurvegarar keppninnar ásamt formanni dómnefndar. Frá vinstri: Bára Örk, Karen Ösp, Baldur og Ađalbjörg.
Sigurvegarar keppninnar ásamt formanni dómnefndar. Frá vinstri: Bára Örk, Karen Ösp, Baldur og Ađalbjörg.
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í dag í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar kepptu nemendur úr 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík, Grunnskólans á Drangsnesi og Reykhólaskóla. Keppendur lásu fyrst upp texta úr Benjamín dúfu eftir Friðrik Erlingsson, valin ljóð eftir Þóru Jónsdóttur og að lokum ljóð að eigin vali.

Í hléi buðu foreldrar nemenda í 7. bekku upp á veitingar og tveir nemendur Tónskólans á Hólmavík fluttu tónlist.

Dómarar keppninnar þau Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhanna Ása Einarsdóttir, Viðar Guðmundsson ásamt formanni dómnefndar Baldri Sigurðssyni voru ekki öfundsverð að því að velja vinningshafa en öll sóðu þau sig öll með stakri prýði. Fyrstu verðlaun hlaut Karen Ösp Haraldsdóttir úr Grunnskólanum á Drangsnesi, önnur verðlaun hlaut Aðalbjörg Egilsdóttir úr Reykhólaskóla og þriðju verðlaun hlaut Bára Örk Melsted úr Grunnskólanum á Hólmavík. Verðlaunin voru peningakort að verðmæti 10, 15, og 20 þúsund kr.
Að auki fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjöl ásamt ljóðabók eftir Þóru Jónsdóttur


Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir