Stuđningsfulltrúi óskast
Leitað er að einstaklingi til að vinna með nemanda eða nemendum og styðja og fylgja þeim eftir í skipulögðu starfi á fjölbreyttan og skapandi hátt.
Grunnskólinn Hólmavík tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla og leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans.
Uppeldisstefnan er jákvæður agi, lögð er áhersla á leiðsagnarnám og þemabundin verkefni.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Góð íslenskukunnátta
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Hreint sakavottorð
Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.
Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2023 og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir skólastjóri Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skolastjori@strandabyggd.is
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á netfang skolastjori@strandabyggd.is