A A A

Valmynd

Sumarlestur - Getur ţú lesiđ á 100 stöđum?

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. júní 2015

Getur þú lesið á 100 stöðum?



Langir og spennandi sumardagar eru frábær tími fyrir börn. Þau uppgötva
nýja hluti og eignast nýja vini og áhugamál. Sumarið er líka frábær tími
til að kynnast nýjum bókum sem vinir spjalla um. Lestur sumarbóka styrkir
ekki aðeins orðaforða og þekkingu heldur tryggir það líka að börn tapi
ekki lestrarfærninni sem þau hafa náð í skólanum í vetur.

Talsvert margar rannsóknir sýna að börn sem lesa á sumrin koma miklu
ferskari til leiks að hausti í lestri en börn sem lesa ekkert á meðan
skólinn er í fríi.

Í sumar ætlum við að bjóða ykkur að taka þátt í skemmtilegum
sumarlestrarleik. Hægt er að nálgast formin  útprentuð
hjá bókaverði á bókasafninu. Í sumar reynir þið að fylla blaðið – þó ekki
fleiri en 3 reiti á dag því það er svo mikilvægt að reyna að lesa eitthvað
á hverjum degi. Síðustu tíu staðina má barnið velja sjálft.

Í haust á barnið að skila blaðinu til kennara síns. Ef  það hefur lesið á
70 stöðum eða fleirum fær það viðurkenningu og verðlaun frá skólanum. 

Ljósmyndasamkeppni.


Einnig ætlum við að hafa ljósmyndasamkeppni þar sem dregin verður út ein
mynd úr öllum innsendum myndum. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir þá
mynd.

Taktu mynd af barninu þínu að lesa í sumar og merktu myndina #bokavik#(nafn nemanda) á facebook eða instagram.
Munið að merkja við að myndin sé 
opin/public. Einnig er hægt að senda myndir á netfangið bokasafn@strandabyggd.is

Gangi þér vel að lesa og gleðilegt sumar.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir