A A A

Valmynd

Ţemadagar - smiđjur

| 25. október 2010

Þemadagar í Grunnskólanum á Hólmavík verða miðvikudag, fimmtudag og föstudag 27.-29. október nk.
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á sex smiðjur:

1. Ljósmyndarallý,
2. Útivist og útieldun,
3. Snyrting, förðun og hárgreiðsla,
4. Bakarasmiðja,
5. Fjaran og hafið,
6. Leiklist og tónlistarsköpun.

Nemendur fá valblöð heim með sér á mánudag þar sem hver og einn nemandi velur sér þrjár smiðjur og fer í eina smiðju á miðvikudegi, aðra smiðju á fimmtudegi og þriðju smiðjuna á föstudegi. Nemendur skila valblaði á þriðjudagsmorgun og fá upplýsingar og skipulag um alla þrjá dagana með sér heim síðar þann dag.


Í hverju þema eru hópstjórar (2-4 starfsmenn) sem vinna við sömu smiðju alla þrjá dagana og halda utan um nemendahópinn sem heimsækir smiðjuna hvern dag. Allir nemendur mæta í skólann kl. 8:10 og eiga samverustund á langa gangi til kl. 8:30. Smiðjurnar verða í gangi frá kl. 8:30-12:40 alla þrjá dagana en á föstudag ætlum við auk þess að vera með Opinn dag frá kl. 13-15 þar sem við opnum skólann upp á gátt og bjóðum sem öllum sem vilja í heimsókn, opnum kaffihús, sýnum myndir og afrakstur frá smiðjunum.

Skólabílar fara frá skóla að loknum smiðjum kl. 12:40 á miðvikudag og fimmtudag en kl. 15 á föstudag. Þjónusta skólans eins og mötuneyti, heimanám og Skólaskjól verða í fullum gangi þessa daga og Tónskólinn eftir kl. 12:40. Stuðningsfulltrúar fylgja sínum nemendum.

Frekari upplýsingar veita skólastjórar í s. 451-3129, 451-3430 skolastjorar@holmavik.is

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir